Bílasprautun og Réttingar Auðuns ehf. var stofnað 1. janúar 1990 af Auðunni Hilmarssyni. Fyrirtækið er til húsa að Auðbrekku 27 (Dalbrekku megin) í Kópavogi. Verkstæðið er búið fullkomnasta tækjabúnaði sem völ er á.
Starfsmenn eru allir sérþjálfaðir og sækja þeir námskeið bæði hérlendis sem og erlendis, til að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í faginu.
Við erum þjónustuaðilar fyrir Toyota, en að sjálfsögðu tökum við allar tegundir af bílum til viðgerðar hjá okkur.
Hafðu samband við okkur í síma 554-2510 og við munum aðstoða þig eftir bestu getu, eða sendu okkur póst á: bilasprautun@bilasprautun.is