Bílasprautun.is

Þjónustum öll tryggingafélögin
Sími 554-2510

Bílasprautun – Automotive Painting

Bílamálarinn okkar er einn sá færasti í sínu fagi

Bílasprautun er mikið vandaverk og bílamálarinn okkar er með “svarta beltið” þegar kemur að því að velja réttan lit og mála bílinn þinn. Við bjóðum upp á hágæða bílasprautun fyrir allar gerðir farartækja, svo sem bifreiðar, mótorhjól, bátar, fjórhjól ofl. Á meðan bíllinn þinn er í bílamálun hjá okkur ( vegna tryggingartjóns ) útvegum við þér bílaleigubíl svo upplifun þín verði sem þægilegust og minnst rask á þínu daglega lífi.

bilasprautun og rettingar_22

Umhverfisvæn bílamálun

Efnin sem við notum við bílasmálun eru frá Glasurit og þau bæði endast vel og eru umhverfisvæn. Þar sem okkur er umhugað um náttúru íslands, þá leggjum við mikla áherslu á að öll efni við bílamálun séu laus við eiturefni, við veljum aðeins umhverfisvæn efni.

Við vinnum fyrir tryggingarfélög

Við höfum gert samning við öll tryggingarfélöginn á landinu svo ef þú verður fyrir óhappi og þarft að láta rétta eða sprauta bílinn þinn, þá getur þú alltaf leitað til okkar. Við erum Cabas verkstæði, stundum kallað tryggingarverkstæði og hingað koma tjónabílar reglulega í tjónaviðgerðir. Láttu 5 stjörnu bílaréttingar- og bílamálningarverkstæðið okkar gera bílinn þinn eins og nýjann.

Flest tjón er hægt að laga á 2-5 virkum dögum

Við metum tíma þinn mikils og því leggjum við okkur fram um að bílasprautun og réttingar gangi hratt og vel fyrir sig. Reynnsla okkar er sú að það tekur að meðaltali 2-5 virka daga að lagfæra flest tjón, það fer auðvitað eftir eðli og umfangi tjóna.

Við getum gert við og málað alla bílaparta

Þar sem aðstaða okkar til bílamálunar er eins sú besta á landinu, getum við málað næstum hvað sem  er. Við getum gert við og málað stuðara, grill, svuntur, brettakanta ofl. Auðvitað málum við þetta allt með hágæða Sikkens málningu.

Panta tíma í bílamálun

Leave a Reply