Bílasprautun.is

Þjónustum öll tryggingafélögin
Sími 554-2510

Bílaréttingar – Collision Repair

Meistarinn okkar býr yfir 30 ára reynslu í bílaréttingum.

Hann hefur mikla starfsreynnslu þegar kemur að bílaréttingum og hefur lagað mörg stærri og minni tjón á sínum ferli. Bílaréttingameistarinn er mjög smámunasamur og leggur sig fram um að skila góðu verki í hverju verkefni, hann er fagmaður fram í fingurgóma.

bilasprautun og rettingar_02

Um bílaréttingaverkstæðið okkar

Bílasprautun og Réttingar Auðuns ehf. var stofnað 1. janúar 1990 af Auðunni Hilmarssyni. Fyrirtækið er í dag til húsa að Nýbýlavegi 10 í Kópavogi. Bifreiðaverkstæðið er búið einum fullkomnasta tækjabúnaði til bílaréttinga sem völ er á. Fagleg vinnubrögð ásamt nýjasta tækjakosti fyrir bílaréttingar, er eitt af okkar aðalsmerkjum, enda ekki öll bílaverkstæði sem skarta 5 stjörnum.

Fagmennska við bílaréttingar

Með framúrskarandi fagmönnum og fullkomnum tækjum til bílaréttinga, getum við sagt með góðri samvisku að bílaréttingar hjá okkur eru á pari við það besta sem gerist í heiminum í dag. Starfsmenn okkar sækja reglulega námskeið, hérlendis og erlendis svo þeir megi verða enn betri í því sem þeir gera best, sem er jú bílaréttingar og bílasprautun.

Hröð og góð þjónusta

En, okkur finnst ekki nóg að vera vandvirkir þegar kemur að bílaréttingum og bílasprautun, heldur leggjum við mikla áherslu á snögga og góða þjónustu. Eins og hjá öðrum góðum fyrirtækjum, þá vitum við að besta auglýsingin eru jú ánægðir viðskiptavinir. Við erum Cabas verkstæði, stundum kallað tryggingarverkstæði hingað leita tjónabílar og tjónaviðgerðir er það sem við sérhæfum okkur í.

Panta tíma fyrir bílaréttingar

Leave a Reply